Fjölmiđlaklúbbur Ţrumunnar

  • 24. október 2014

Fjölmiðlaklúbburinn er nýr klúbbur hjá Þrumunni sem stofnaður var haustið 2014. Starfsmenn klúbbsins í vetur og umsjónarmenn eru þau Bjarni Þórarinn Hallfreðsson og Hanna Gestsdóttir en Bjarni var fréttaritari vinnuskólans í sumar. Markmið klúbbsins er að gera unglingana í skólanum sýnilegri og koma með fréttir úr skólanum á fjölbreyttan hátt, hvort sem það verður á prenti, á netinu, í myndum eða leikið efni. Það má segja að þetta sé lítil fréttaveita.

Hlutir sem fjölmiðlaklúbburinn er búinn að skipuleggja í vetur eru liðir eins og nemandi vikunnar í hverri viku og er planið líka að gera skólablað með fréttum úr skólanum. Svo verður gert margt fleira skemmtilegt eins og að búa til upphitunarmyndbönd fyrir böll skólans og gera eitthvað skemmtilegt í kringum árshátíðina. Efni frá klúbbnum mun birtast reglulega hér á grindavik.is og greinasafnið er aðgegnilegt hér að neðan.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR