Hvađ ţurfa börn ađ vera orđin gömul til ađ koma međ og sćkja syskini sín í leikskóla ?

 • Lautafréttir
 • 6. júní 2019

Kæru foreldrar

Að gefnu tilefni viljum við benda á eftirfarandi : 

 

Árið 2001 ritaði umboðsmaður barna bréf til leikskólanefnda sveitarfélaga þar sem hún greindi frá þeirri skoðun sinni að það væri ábyrg stjórnun af hálfu leikskóla að setja almennar reglur um hverjir mættu sækja börn í leikskóla. Það væri hins vegar alfarið á valdi sveitarfélaga eða einstakra leikskóla við hvaða aldur væri miðað í slíkum reglum.

Ótvírætt er að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum á leið í og úr leikskólanum. Leikskólar bera ábyrgð á öryggi og velferð þeirra meðan þau dvelja í leikskólanum eða eru á ferð á hans vegum. Starfsmönnum leikskóla ber í öllum störfum sínum að sýna ábyrgð og aðgæslu. Þeim ber jafnframt að hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu, sbr. 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn mega því ekki setja barn í hendurnar á hverjum sem er að skóladegi loknum.

Með tilliti til öryggis þeirra ungu barna sem í hlut eiga finnst umboðsmanni barna eðlilegt að leikskólar setji sér viðmiðunarreglur í þessu efni. Þær hljóta að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Ekki er rétt að leggja almennt þá ábyrgð á börn yngri en 12 ára að tryggja öryggi og velferð yngri barna á leið til og frá leikskóla. Þó mætti í undantekningartilvikum gera það og þá m.a. að teknu tilliti til nálægðar heimilis barnsins við leikskólann og annarra aðstæðna.

Samkvæmt 10. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 skal leikskólastjóri stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að markmiði. Umboðsmaður telur að mikilvægt að leikskólastjórar hafi samráð við foreldrafélag viðkomandi leikskóla við gerð viðmiðunarreglna um ofangreint. 

Samkvæmt ofangreindu gerði Grindavíkurbær það að reglu hjá sér að börn yngri en 12 ára mættu ekki koma með börn í leikskóla né sækja burt séð frá nálægð heimilis barns eða annarra aðstæðna. Líkt og kemur fram á heimasíðu Lautar sjá nánar hér


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Lautafréttir / 28. maí 2019

Ţema - hafiđ

Lautafréttir / 18. desember 2018

Gjaldskrá Lautar fyrir áriđ 2019

Lautafréttir / 9. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

Lautafréttir / 10. október 2018

Bleikur dagur í Lautinni - föstudaginn 12. október

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni

Lautafréttir / 28. ágúst 2018

Fornleifafundur í Lautinni

Lautafréttir / 4. júní 2018

Sól, sumar og sólarvörn

Lautafréttir / 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

Lautafréttir / 30. apríl 2018

Gulur dagur - föstudagurinn 4. maí

Lautafréttir / 4. apríl 2018

Blár dagur föstudaginn 6.apríl

Laut / 15. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

Laut / 20. desember 2017

Lestrarátak í Laut

Nýjustu fréttir

Listaverk leikskólanna komin upp

 • Lautafréttir
 • 29. maí 2019

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

 • Lautafréttir
 • 29. mars 2019

Guđmundur tannlćknir í heimsókn í Laut

 • Lautafréttir
 • 1. febrúar 2019

Prjónasystur komu fćrandi hendi

 • Lautafréttir
 • 19. nóvember 2018

Lestrarátaki Lautar lokiđ

 • Lautafréttir
 • 7. nóvember 2018

Bangsaspítali í Lautinni - föstudaginn 26. okt

 • Lautafréttir
 • 23. október 2018

Lestarátak í október í Laut - Lína Langsokkur

 • Lautafréttir
 • 28. september 2018

Nýr ađstođarleikskólastjóri

 • Lautafréttir
 • 31. ágúst 2018

Atvinna - Matráđur á leikskólanum Laut

 • Lautafréttir
 • 13. júní 2018

Listaverk Lautarbarna viđ Víkurbraut

 • Lautafréttir
 • 1. júní 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018