Könnunarleikurinn

  • Laut
  • 3. nóvember 2013

Haustið 2007 innleiddum við könnunarleikinn á Laut, hjá yngstu börnunum á Eyri og Múla.

Könnunarleikurinn ( heuristicplay with objects) hefur verið prófaður í mörgum ólíkum löndum til margra ára með stórum hóp barna. Frumkvöðull þessarar aðferðar er Goldschmied, E, Jackson. Gerðar hafa verið ýmsar athuganir og hafa þær sýnt að börn um tveggja ára aldur byrja að sýna vilja til að skiptast á hlutum við jafnaldra sína og sú tilhneiging verður meira áberandi í könnunarleiknum þar sem efniviðurinn er við þeirra hæfi.

Könnunarleikurinn fer þannig fram að safnað hefur verið í poka alls konar " verðlausum " hlutum eins og dósum, lyklum, keðjum, papparúllum ofl. Börnin eru ca. fimm í hóp og dótinu raðað á gólfið. Þau velja sér sjálf hluti og nota hann á margan hátt t.d. til að fylla, tæma, setja saman, raða, hrista ofl. Börnin leika sér ótrufluð og án fyrirmæla frá kennara. Þau leiða leikinn sjálf og ekkert er rétt né rangt. Með forvitni sinni í leiknum örva þau skynfæri sín með að hlusta, snerta, skoða og smakka sem og að örva gróf- og fínhreyfingar.
Könnunarleikurinn kemur ekki í staðinn fyrir annan leik heldur er ætlaður sem viðbót og til að auðga leik yngstu barnanna.

Engin ein leið er rétt í könnunarleik, efniviður er mismunandi eftir því hverju fólk safnar og auk þess hefur fólk mismunandi hugmyndir. Þessi aðferð hvetur til þess að hin fullorðni sé skapandi og geri umhverfið að örvandi stað fyrir yngstu börnin.

Börn hafa ánægju af leiknum auk þess þjálfast þau til þess að einbeita sér. Ekki er óalgengt að sjá börn á þessum aldri leika sér í 30 mínútur eða lengur við könnunarleik. Þau haga sér eins og vísindamenn sem prófa sama hlutinn aftur og aftur þangað til árangur næst.

 

  • Aðbúnaður,efniviður og hlutverk kennara
  • Ákveðinn tími dags er áætlaður fyrir könnunarleikinn, um 30-60 mín í senn.
  • Krókurinn inn á heimstofunni er ætlaður fyrir könnunarleikinn
  • Hámark fimm börn eru í hverjum hóp með einum kennara
  • Kennari raðar upp hlutunum áður en börnin koma inn, býður síðan börnin velkomin.
  • Kennari er fyrst og fremst áhorfandi en ekki virkur þátttakandi í leiknum. Skráir gjarnan niður framvindu leiksins. Kennari stjórnar síðan tiltekt og flokkun í pokana í lok stundar sem er hluti af leiknum.
  •  Í lok stundar er síðan þakkað fyrir samstarfið.
  • Efniviðurinn er síðan flokkaður eftir lögun og áferð.- Myndir af efnivið fyrir könnunarleikinn: 

 

 

   
   
   
   

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Múli



Nýjustu fréttir

Laus störf viđ leikskólann Laut

  • Lautarfréttir
  • 26. apríl 2021

Jólahurđir í Laut

  • Lautarfréttir
  • 30. nóvember 2020

Listaverk leikskólanna komin upp

  • Lautarfréttir
  • 29. maí 2019

Ţema - hafiđ

  • Lautarfréttir
  • 28. maí 2019

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

  • Lautarfréttir
  • 29. mars 2019

Guđmundur tannlćknir í heimsókn í Laut

  • Lautarfréttir
  • 1. febrúar 2019

Gjaldskrá Lautar fyrir áriđ 2019

  • Lautarfréttir
  • 18. desember 2018

Prjónasystur komu fćrandi hendi

  • Lautarfréttir
  • 19. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

  • Lautarfréttir
  • 9. nóvember 2018