Launalaus leyfi

  • 4. maí 2022

Viðmiðunarreglur um veitingu launalausra leyfa Viðmiðunarreglur um veitingu launalausra leyfa 

1. Umsókn um launalaust leyfi, studd fullnægjandi gögnum, skal send forstöðumanni með a.m.k. 3 mánaða fyrirvara. Umsóknir sem berast eftir frest verða ekki teknar fyrir og þurfa umsækjendur að leggja fram nýja umsókn. Heimilt er að víkja frá tímafresti séu aðstæður óvæntar eða ófyrirséðar.

2. Miða skal við að starfsmaður hafi starfað í a.m.k. 5 ár samfleytt fyrir Grindavíkurbæ til að eiga kost á leyfi til náms.

3. Leyfi skal að jafnaði ekki veitt til lengri tíma en 12 mánaða.

4. Launalaust leyfi skal aðeins veitt þegar til þess liggja ríkar ástæður, sem starfsmanni ber að tilgreina. Framlenging á barnsburðarleyfi, alvarleg veikindi í fjölskyldu, sérstakar heimilisaðstæður, framhaldsnám eða annað sem metið er sambærilegt réttlætir launalaust leyfi. Ef starfsmaður hyggst ráða sig til annarrar vinnu verður launalaust leyfi ekki veitt.

5. Sami starfsmaður fær ekki endurtekið leyfi nema sérstakar fjölskylduástæður eða veikindi í fjölskyldu réttlæti það og hagsmunir Grindavíkurbæjar mæli ekki gegn því. Hafi samanlagt leyfi starfsmanns verið minna en þrír mánuðir eða hafi liðið a.m.k. fimm ár frá launalausu leyfi, getur starfsmaður þó sótt um leyfi á ný.

6. Ef ráðinn er starfsmaður í stað þess sem veitt er launalaust leyfi, skal ganga skriflega frá því við ráðningu hans að hún sé til ákveðins tíma og sé slitið án uppsagnar.

7. Samkvæmt Vinnureglum við ráðningar starfsmanna Grindavíkurbæjar tekur bæjarráð ákvörðun um launalaust leyfi eigi það að vara lengur en einn mánuð, en sviðsstjóri hefur heimild til að veita launalaust leyfi til skemmri tíma. Forstöðumaður stofnunar skal veita umsögn um beiðni starfsmanns þar sem fram kemur hvaða áhrif leyfið hefur á starfsemi stofnunarinnar.

8. Ef kjarasamningur starfsmanns hefur að geyma ákvæði um betri rétt til launalausra leyfa þá ganga þau ákvæði framar reglum þessum.

Samþykkt í bæjarstjórn 18.12.12.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR