Sveitarstjórnarkosningar 2018

Á þessari síðu höfum við tekið saman allar fréttir sem birtast á Grindavík.is og tengjast kosningum á einn eða annan hátt. Markmiðið með þessari síðu er að auðvelda Grindvíkingum aðgengi að auglýsingum, málefnum og upplýsingum sem flokkarnir hafa fram að færa. Um leið vonumst við til að hún hjálpi kjósendum að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að kosningum og að sem flestir nýti sinn kosningarétt.

Næstu kosningar í Grindavík eru sveitarstjórnarkosningar 2018 sem fram fara laugardaginn 26. maí. Kjörstaður er í húsnæði Grunnskóla Grindavíkur, í Iðunni við Ásabraut 2.

Eftirfarandi flokkar hafa birt framboðslista fyrir komandi kosningar:

Framsóknarflokkurinn

G-listi Grindvíkinga

Miðflokkurinn

Rödd unga fólksins

Samfylkingin

Sjálfstæðisflokkurinn

Hægt er að senda fréttir og tilkynningar til birtingar á síðunni á netfangið heimasidan@grindavik.is

 

 

NÝJUSTU KOSNINGAFRÉTTIR

Mynd fyrir Skrifađ undir málefnasamning Framsóknar og Sjálfstćđisflokks

Skrifađ undir málefnasamning Framsóknar og Sjálfstćđisflokks

 • Kosningar
 • 7. júní 2018

Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili hér í Grindavík, og var samningur þess efnis undirritaður í gær. Flokkarnir gáfu í kjölfarið út eftirfarandi sameiginlega yfirlýsingu ...

Nánar
Mynd fyrir Framsókn og Sjálfstćđisflokkur í meirihlutaviđrćđur

Framsókn og Sjálfstćđisflokkur í meirihlutaviđrćđur

 • Kosningar
 • 31. maí 2018

Meirahlutaviðræður Framsóknar, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Raddar unga fólksins, fóru út um þúfur síðastliðið þriðjudagskvöld þegar Framsókn ákvað að draga sig út úr ...

Nánar
Mynd fyrir Fjórir flokkar í meirihlutaviđrćđur

Fjórir flokkar í meirihlutaviđrćđur

 • Kosningar
 • 28. maí 2018

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar um helgina var ljóst að töluverðar breytingar yrðu á bæjarstjórn Grindavíkur. G-listi Grindvíkinga fékk engan mann kjörinn að þessu sinni og meirihlutinn því fallinn. Alls fengu fimm flokkar kjörna fulltrúa að þessu sinni. ...

Nánar
Mynd fyrir Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2018

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2018

 • Kosningar
 • 27. maí 2018

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2018 liggja fyrir. Talin hafa verið 1577 atkvæði af 1577. Kjörsókn var 71,8%

Lokatölur urðu eftirfarandi:

B-Listi Framsóknar      215 atkvæði.

D-Listi Sjálfstæðisfélags Grindavíkur.   522 ...

Nánar
Mynd fyrir Samfylkingin býđur í candy floss og á tónleika

Samfylkingin býđur í candy floss og á tónleika

 • Kosningar
 • 25. maí 2018

Samfylkingin býður öllum krökkum (og foreldrum) í sannkallaða Carnival stemmingu í Kvikunni í dag frá kl. 17:00-19:00.

Á svæðinu verður blöðrulistmaður frá Sirkus Ísland, boðið verður upp á Candy floss og Just Dance partý. Við sláum svo botninn ...

Nánar
Mynd fyrir Tilkynning vegna sveitarstjórnarkosninga á morgun, 26. maí

Tilkynning vegna sveitarstjórnarkosninga á morgun, 26. maí

 • Kosningar
 • 25. maí 2018

Kosningar til sveitarstjórnar í Grindavík fara fram á morgun, laugardaginn 26. maí. Kjörstaður verður líkt og undanfarin ár í Grunnskóla Grindavíkur, í Iðunni við Ásabraut 2. Kjörstaður mun opna hann kl. 09:00 og lokar hann kl. 22:00. 

Eftirfarandi ...

Nánar
Mynd fyrir Borgarafundur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á morgun

Borgarafundur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á morgun

 • Kosningar
 • 23. maí 2018

Borgarafundur frambjóðenda í Grindavík verður haldinn fimmtudaginn 24. maí í Iðunni við Ásabraut. Fundurinn fer fram milli kl. 17:00 - 19:00 á sal skólans. Fundarstjóri verður Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fundurinn er ...

Nánar
Mynd fyrir Kosningagleđi og grill á morgun, miđvikudag

Kosningagleđi og grill á morgun, miđvikudag

 • Kosningar
 • 22. maí 2018

Frambjóðendur allra flokka í Grindavík bjóða bæjarbúum í grillveislu á Salthúsinu miðvikudaginn 23. maí kl. 17:00

Bæjarbúum gefst kostur á að hitta frambjóðendur allra flokka og spjalla um stefnumálin á persónulegu nótunum og fá ...

Nánar
Mynd fyrir Súpufundur međ fjármálaráđaherra í dag

Súpufundur međ fjármálaráđaherra í dag

 • Kosningar
 • 22. maí 2018

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heimsækir Sjálfstæðisflokkinn í Grindavík í hádeginu í dag, þriðjudaginn 22. maí, kl. 12:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir á kosningaskrifstofu flokksins að Víkurbraut 25, að fá ljúffenga ...

Nánar
Mynd fyrir Samfylkingin fagnar útgáfu stefnuskrár sinnar í Kvikunni í kvöld

Samfylkingin fagnar útgáfu stefnuskrár sinnar í Kvikunni í kvöld

 • Kosningar
 • 17. maí 2018

Samfylkingin ætlar að fagna útgáfu stefnuskrár sinnar í Kvikunni í kvöld. Húsið opnar kl. 20:00 með ljúfum gítartónum sem Pálmar Örn ætlar að reiða fram. Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst gestum tækifæri til að spjalla ...

Nánar
Mynd fyrir Ungmennakvöld hjá Rödd unga fólksins

Ungmennakvöld hjá Rödd unga fólksins

 • Kosningar
 • 17. maí 2018

Rödd unga fólksins ætlar að halda ungmennakvöld annað kvöld í Flagghúsinu, Víkurbraut 2. Boðið verður upp á pizzur fyrir gesti. 

Ætlunin með ungmennakvöldinu er að fá ungt fólk til þess að kynna sér framboðið og kynnast því ...

Nánar
Mynd fyrir Konukvöld Sjálfstćđisflokksins í kvöld

Konukvöld Sjálfstćđisflokksins í kvöld

 • Kosningar
 • 17. maí 2018

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir konukvöldi í kvöld, fimmtudaginn 17. maí. Fjörið hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:00 í Sjálfstæðishúsinu að Víkurbraut 25. 
Vala Pálsdóttir formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna verður veislustjóri, ...

Nánar
Mynd fyrir Fimmtudagsfjör XB í kvöld

Fimmtudagsfjör XB í kvöld

 • Kosningar
 • 17. maí 2018

Fimmtudagskvöldið 17. maí ætlar Framsóknarflokkurinn að bjóða uppá smá spurningaleik með Kahoot, Plickers og Socrative ívafi. Staðsetning: Framsóknarsalurinn við Víkurbraut. Mætið með símana vel hlaðna.

Frítt WiFi á staðnum. Gleðin byrjar ...

Nánar
Mynd fyrir Opinn fundur G-listans á miđvikudaginn

Opinn fundur G-listans á miđvikudaginn

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Listi Grindvíkinga heldur opinn fund í Iðunni við Ásabraut miðvikudaginn 16. maí kl. 14:00. Þar gefst fólki kostur á að hlýða á stefnumál G-listans fyrir komandi kosningar og spjalla við efstu frambjóðendur um málefnin. 

Allir ...

Nánar
Mynd fyrir Framsókn býđur til fundar međ menntamálaráđherra

Framsókn býđur til fundar međ menntamálaráđherra

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Miðvikudaginn 16. maí kl.18:15 mun Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, ásamt frambjóðendum Framsóknar í Grindavík bjóða til opins fundar um menntamál í sal Framsóknar, Víkurbraut 27. 

Farið verður yfir stefnu Framsóknar í ...

Nánar
Mynd fyrir Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Rödd unga fólksins ætlar að bjóða bæjarbúum í umræðuplokk á miðvikudaginn 16. maí. 

Plokkið hefst klukkan 17:00 og verður lagt af stað frá kosningaskrifstofu okkar í Flagghúsinu, Víkurbraut 2. 

Þau sem eru ekki klár á ...

Nánar
Mynd fyrir Bćjarmálafundir í kvöld - bćjarstjórn á morgun

Bćjarmálafundir í kvöld - bćjarstjórn á morgun

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Síðasti bæjarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 16. maí. Af því tilefni blása flestir bæjarstjórnarflokkarnir til bæjarmálafunda í kvöld. Allar nánari upplýsingar hér að ...

Nánar
Mynd fyrir Kosningakaffi hjá Rödd unga fólksins á morgun

Kosningakaffi hjá Rödd unga fólksins á morgun

 • Kosningar
 • 11. maí 2018

Rödd unga fólksins ætlar að bjóða bæjarbúum, ungum sem öldnum að kíkja í heimsókn á kosningaskrifstofu okkar í Flagghúsinu, Víkurbraut 2 klukkan 16:00 á morgun, laugardaginn 12. maí 

Boðið verður upp á kaffi og kökur og með ...

Nánar
Mynd fyrir Kosningakaffi hjá Samfylkingunni á morgun

Kosningakaffi hjá Samfylkingunni á morgun

 • Kosningar
 • 11. maí 2018

Samfylkingin býður kjósendum í kosningakaffi og spjall á morgun, laugardaginn 12. maí. Húsið opnar kl. 11:30 og verður opið til 13:45, svo að allir hafi tíma til að koma sér á völlinn og fylgjast með leik Grindavíkur og KR.

Frambjóðendur verða á staðnum ...

Nánar
Mynd fyrir Laugardagskaffi Sjálfstćđisflokksins á morgun kl. 10:00

Laugardagskaffi Sjálfstćđisflokksins á morgun kl. 10:00

 • Kosningar
 • 11. maí 2018

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík, býður í morgunkaffi að Víkurbraut 25, á morgun laugardaginn 12. maí frá kl. 10:00-12:00.

Frambjóðendur taka á móti gestum, svara spurningum og bjóða upp á kaffi og vínarbrauð.

Laugardagskaffið ...

Nánar
Mynd fyrir Kosningaskrifstofa Framsóknar opnar á morgun, laugardag

Kosningaskrifstofa Framsóknar opnar á morgun, laugardag

 • Kosningar
 • 11. maí 2018

Kosningaskrifstofa Framsóknar opnar á morgun, laugardaginn 12. maí, kl. 11:30. Húsið verður opið til kl. 14:00 og boðið uppá gómsætar veitingar í tilefni dagsins. Frambjóðendur verða á svæðinu og ræða við kjósendur og komandi kosningar og stefnumál flokksins. ...

Nánar
Mynd fyrir Pub Quiz G-listans á Salthúsinu föstudaginn 11. maí

Pub Quiz G-listans á Salthúsinu föstudaginn 11. maí

 • Kosningar
 • 9. maí 2018

Frambjóðendur Lista Grindvíkinga bjóða í Pub quiz á efri hæð Salthússins föstudaginn 11. maí kl. 20:00.

Tveir og tveir í liði og vegleg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin.

Skráning á staðnum. 

Léttar ...

Nánar
Mynd fyrir Stefnuskrá G-listans komin á netiđ

Stefnuskrá G-listans komin á netiđ

 • Kosningar
 • 8. maí 2018

Listi Grindvíkinga opnaði kosningaskrifstofu sína síðastliðinn laugardag í Hraunteigi að Víkurbraut 21a. Við það tilefni voru helstu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar kynnt. Stefnan hefur nú verið sett í heild sinni á vefsíðu listans sem nálgast má ...

Nánar
Mynd fyrir Sex frambođslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018

Sex frambođslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018

 • Kosningar
 • 7. maí 2018

Alls verða sex framboðslistar í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi. Framboðin sex, sem skiluðu inn listum fyrir lok framboðsfrests s.l. laugardag eru: Framsóknarflokkurinn (B), Sjálfstæðisflokkurinn (D), Listi Grindvíkinga (G), Miðflokkurinn (M), Samfylkingin (S) og Rödd ...

Nánar
Mynd fyrir Rödd unga fólksins opnar kosningaskrifstofu í kvöld

Rödd unga fólksins opnar kosningaskrifstofu í kvöld

 • Kosningar
 • 7. maí 2018

Rödd unga fólksins opnar kosningaskrifstofu sína í kvöld kl. 20:00 en hún verður til húsa í Flagghúsinu, Víkubraut 2. Þar munu frambjóðendur taka á móti gestum með kaffibolla, en til að slá tvær flugur í einu höggi verður þetta einnig opinn ...

Nánar
Mynd fyrir Samfylkingin býđur Grindvíkingum í bröns í fyrramáliđ

Samfylkingin býđur Grindvíkingum í bröns í fyrramáliđ

 • Kosningar
 • 4. maí 2018

Samfylkingin í Grindavík ætlar að bjóða Grindvíkingum upp á bröns frá kl. 11:00 í fyrramálið, í aðstöðu flokksins að Víkurbraut 27. Morgunverðarfundurinn mun einnig þjóna hlutverki málefnafundar og gefst kjósendum færi á að koma ...

Nánar
Mynd fyrir Laugardagskaffi hjá Sjálfstćđismönnum

Laugardagskaffi hjá Sjálfstćđismönnum

 • Kosningar
 • 4. maí 2018

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík, býður í morgunkaffi að Víkurbraut 25, á morgun laugardaginn 5. maí frá kl. 10:00-12:00

Frambjóðendur taka á móti gestum, svara spurningum og bjóða upp á kaffi og vínarbrauð.

Allir velkomnir,

Nánar
Mynd fyrir Kosningamiđstöđ G-listans opnar á laugardaginn

Kosningamiđstöđ G-listans opnar á laugardaginn

 • Kosningar
 • 3. maí 2018

Listi Grindvíkinga opnar kosningamiðstöð sína í Hraunteigi, að Víkurbraut 21A á laugardaginn kl.15:00. Efstu menn á lista, þau Kristín María og Vilhjálmur fara yfir málefnalista framboðsins og munu frambjóðendur svara spurningum í ...

Nánar
Mynd fyrir Málefnafundur Miđflokksins á Salthúsinu í kvöld

Málefnafundur Miđflokksins á Salthúsinu í kvöld

 • Kosningar
 • 2. maí 2018

Miðflokkurinn í Grindavík heldur málefnafund á Salthúsinu frá kl. 20:00 – 22:00 í kvöld, miðvikudaginn 2. maí. Endilega komið og látið í ykkur heyra og hafið áhrif á stefnu okkar í komandi kosningum.

Allir velkomnir!

Nánar
Mynd fyrir Páll Valur og Marta leiđa lista Samfylkingarinnar

Páll Valur og Marta leiđa lista Samfylkingarinnar

 • Kosningar
 • 27. apríl 2018

Samfylkingin hefur birt framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en það er Páll Valur Björnsson, kennari og varaþingmaður leiðir listann. Í öðru sæti listans er Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og í þriðja er Alexander Veigar Þórarinsson, kennari ...

Nánar
Mynd fyrir Rödd unga fólksins nýtt frambođ í Grindavík

Rödd unga fólksins nýtt frambođ í Grindavík

 • Kosningar
 • 27. apríl 2018

Rödd unga fólksins er nýr listi í Grindavík sem býður fram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þar verður vettvangur fyrir ungt fólk til þess að taka sín fyrstu skref í bæjarmálum, óháð stjórnmálaskoðunum og einnig tækifæri til ...

Nánar
Mynd fyrir Laugardagskaffi Sjálfstćđismanna

Laugardagskaffi Sjálfstćđismanna

 • Kosningar
 • 27. apríl 2018

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík, býður í morgunkaffi að Víkurbraut 25, á morgun, laugardaginn 28. apríl frá kl. 10:00-12:00.
Frambjóðendur taka á móti gestum, svara spurningum og bjóða upp á kaffi og vínarbrauð.

Allir velkomnir,

Nánar
Mynd fyrir Miđflokkurinn býđur fram í Grindavík - Hallfríđur Hólmgrímsdóttir leiđir listann

Miđflokkurinn býđur fram í Grindavík - Hallfríđur Hólmgrímsdóttir leiđir listann

 • Kosningar
 • 25. apríl 2018

Miðflokkurinn tilkynnti í dag framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2018. Oddviti listans er Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, sem Grindvíkingar þekkja kannski betur sem Diddu í Skeifunni, en hún starfar nú sem skrifstofustjóri hjá HSS Fiskverkun. Í ...

Nánar
Mynd fyrir Bćjarstjórnarkosningar 2018 - frambođsfrestur til 5. maí

Bćjarstjórnarkosningar 2018 - frambođsfrestur til 5. maí

 • Kosningar
 • 16. apríl 2018

Framboðsfrestur vegna bæjarstjórnarkosninga 2018 í Grindavík rennur út kl. 12:00 á hádegi þann 5.maí 2018. Tilkynningum um framboð skal skilað á bæjarskrifstofur Grindavíkur eða til formanns kjörstjórnar.

Nánari upplýsingar eru gefnar á ...

Nánar
Mynd fyrir Sigurđur Óli og Ásrún leiđa lista Framsóknarflokksins

Sigurđur Óli og Ásrún leiđa lista Framsóknarflokksins

 • Kosningar
 • 13. apríl 2018

Á félagsfundi Framsóknarfélags Grindavíkur í gærkvöldi var samþykktur framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nýr oddviti Framsóknar í Grindavík er Sigurður Óli Þórleifsson. Sigurður Óli er 42 ára og starfar hjá Ísfelli sem ...

Nánar
Mynd fyrir Laugardagskaffi Sjálfstćđismanna á morgun

Laugardagskaffi Sjálfstćđismanna á morgun

 • Kosningar
 • 13. apríl 2018

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík, býður í morgunkaffi að Víkurbraut 25, á morgun, laugardaginn 14. apríl frá kl. 10:00-12:00 
Frambjóðendur taka á móti gestum, svara spurningum og bjóða upp á kaffi og vínarbrauð.

Allir velkomnir,

Nánar
Mynd fyrir Frambođslisti G-listans birtur

Frambođslisti G-listans birtur

 • Kosningar
 • 12. apríl 2018

G-listi Grindvíkinga birti í gær framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí. Kristín María Birgisdóttir, sitjandi oddviti og formaður bæjarráðs, mun leiða áfram leiða listann, en Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson kemur nýr inn í 2. ...

Nánar
Mynd fyrir Stefnumótunarfundur hjá Sjálfstćđisflokknum í kvöld

Stefnumótunarfundur hjá Sjálfstćđisflokknum í kvöld

 • Kosningar
 • 11. apríl 2018

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Grindavík bjóða bæjarbúum til fundar um stefnuskrá flokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar í vor. 
Á fundinum gefst bæjarbúum kjörið tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri, hafa ...

Nánar
Mynd fyrir Félagsfundur hjá Framsóknarflokknum fimmtudaginn 12. apríl

Félagsfundur hjá Framsóknarflokknum fimmtudaginn 12. apríl

 • Kosningar
 • 11. apríl 2018

Framsóknarfélagið í Grindavík boðar til félagsfundar fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.00. Framboðslisti til komandi sveitarstjórnarkosninga kynntur og hann borinn undir félaga til samþykktar.

Framsóknarfélag Grindavíkur.

Nánar
Mynd fyrir Opiđ hús hjá Sjálfstćđisflokknum í fyrramáliđ

Opiđ hús hjá Sjálfstćđisflokknum í fyrramáliđ

 • Kosningar
 • 6. apríl 2018

Opið hús verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Grindavík, að Víkurbraut 25, laugardagsmorguninn 7. apríl frá kl. 10:00-12:00 

Bæjarfulltrúar taka á móti gestum, svara spurningum og bjóða upp á kaffi og vínarbrauð.

Allir ...

Nánar
Mynd fyrir Auglýsing um atkvćđagreiđslu utan kjörfundar

Auglýsing um atkvćđagreiđslu utan kjörfundar

 • Kosningar
 • 4. apríl 2018

Hafin er hjá sýslumönnum utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 26. maí nk. 
Unnt er að kjósa á eftirtöldum tímum hjá sýslumanninum á Suðurnesjum:

Grindavík:      ...

Nánar
Mynd fyrir Ţriđji og síđasta málefnafundur G-listans í dag

Ţriđji og síđasta málefnafundur G-listans í dag

 • Kosningar
 • 28. mars 2018

Þriðji og jafnframt síðasti málefnafundur Lista Grindvíkinga verður haldinn á Salthúsinu, efri hæð, miðvikudaginn 28. mars kl.17:00. Þeir málaflokkar sem til umræðu verða eru frístunda- og menningarmál, skipulagsmál og hafnarmál.

Heitt á könnunni og ...

Nánar
Mynd fyrir Málefnastarf og bćjarmálafundur hjá G-listanum í dag

Málefnastarf og bćjarmálafundur hjá G-listanum í dag

 • Kosningar
 • 26. mars 2018

Listi Grindvíkinga heldur áfram með málefnavinnuna, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, í dag kl.17:00 á efri hæð Salthússins.Á þessum málefnafundi verða tekin fyrir umhverfis- og ferðamál auk skipulagsmála.  Í kjölfarið verður svo mánaðarlegur ...

Nánar