Húsaleigubćtur / félagsleg leiguíbúđ

  • 16. mars 2009

Þeir Grindvíkingar sem búa í almennu leiguhúsnæði geta nú sótt um sérstakar húsaleigubætur hjá Grindavíkurbæ.

Í reglugerð um sérstakar húsaleigubætur í Grindavík kemur fram að þær eru ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika. Eignir og tekjur umsækjenda miðast við ákveðnar hámarksupphæðir og umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili í Grindavík samfellt síðastliðna 18 mánuði þegar sótt er um.

Almennar húsaleigubætur og hinar sértæku geta orðið að hámarki 60.000 kr. samtals og geta aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð. Umsóknir skulu berast félagsþjónustu á þar til gerðum eyðublöðum. Endurnýja skal umsókn um sérstakar húsaleigubætur á sex mánaða fresti og um leið og endurnýjun almennra húsaleigubóta á sér stað.

Þeir sem vilja sækja um félagslega leiguíbúð þurfa að fylla út þetta eyðublað hér.

Nánari upplýsingar hjá þjónustuveri Grindavíkurbæjar,
Víkurbraut 62, 2. hæð, sími 420 1100. Fax 420 1111.
grindavik@grindavik.is

Reglugerð um sértækar húsaleigubætur

Reglugerð um almennar húsaleigubætur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR