Grunnskóli Grindavíkur

Sköpun og gleđi í Grindavík 2017

Boðið er uppá skapandi sumarnámskeið þar sem við horfum innávið og útávið og nýtum okkar alla þá jákvæðu krafta sem við finnum til að skapa hljóðverk, myndverk og sögur. Markmiðið með námskeiðinu er að efla sköpunargleði þátttakenda, kenna þeim að skynja umhverfi sitt og upplifa fegurðina í hinu smáa.

>> MEIRA
Sköpun og gleđi í Grindavík 2017
Klókir litlir krakkar - námskeiđ fyrir foreldra barna međ kvíđaeinkenni

Klókir litlir krakkar - námskeiđ fyrir foreldra barna međ kvíđaeinkenni

Námskeiðið Klókir litlir krakkar er meðferð fyrir börn á aldrinum 3-7 ára sem eru í áhættuhópi fyrir kvíðaröskun. Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Vonast er til að með slíku námskeiði verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun.

>> MEIRA
Atvinna - Ađstođarskólastjóri og deildarstjóri yngsta stigs

Atvinna - Ađstođarskólastjóri og deildarstjóri yngsta stigs

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir stöðu aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leitað er að einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. 

>> MEIRA
Gleđilegt sumar

Gleđilegt sumar

Starfsfólk Grunnskóla Grindavíkur óskar ykkur gleðilegs sumars. Nemendur verða boðaðir í skólann 22. ágúst með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennara.

Skólaskrifstofan í samvinnu við Grunnskólann verður með fræðslufund fyrir foreldra 1.bekkinga í ágúst þar sem farið verður yfir nokkur atriði sem nýtast barninu og foreldrum á þessum tímamótum.

>> MEIRA
Foreldrafélagiđ fćrir skólanum fána ađ gjöf

Foreldrafélagiđ fćrir skólanum fána ađ gjöf

Á skólaslitum færði Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur skólanum fána með merki skólans og einkunnarorðum og steig formaður félagsins Eva Björg Sigurðardóttir í pontu við það tækifæri. Fór hún yfir helstu verkefni félagsins í vetur eins og jólaföndur og grillveislu á vorgleði skólans. Þá á félagið þátt í hinu sívinsæla víðavangshlaupi sem haldið er á hverju skólans en það er samvinnuverkefni skólans, Grindavíkurbæjar og foreldrafélagsins.

>> MEIRA