Grunnskóli Grindavíkur

Seinni sýning árshátíđar međ yngstu börnunum

Gleðin skein úr andlitum nemenda á seinni árshátíðarsýningunni sl. fimmtudag. Pabbi og mamma, afi og amma voru mætt á svæðið til að fylgjast með sínu fólki. 2. M, 2. P, 3. R og 3.M komu fram í þetta sinn og stóðu allir sig með mikilli prýði. Eins og á fyrri sýningunni var sungið, dansað og leikið á blokkflautu og leikin leikrit og í lokin á báðum sýningunum sýndu 3. bekkingar stuttmynd úr skólalífinu.   Lína langsokkur, sjóræningar og kúrekar villta vestursins mættu til leiks bæði í leikriti og dansi og dansinn úr Grease var á sínum stað. Kynnar sýningarinnar voru, Hekla Sóley Jóhannsdóttir í 3. R og Gunnar Helgi Magnússon Í 3.M. Kaffiveitingarnar klikkuðu ekki og fólk gaf sér góðan tíma til að spjalla og njóta þessa dags.

>> MEIRA
Seinni sýning árshátíđar međ yngstu börnunum
Fyrri sýning árshátíđar međ yngstu börnunum

Fyrri sýning árshátíđar međ yngstu börnunum

Hátíðir og hefðir eru mikilvægar í samfélaginu okkar. Þá komum við saman, fögnum, setjum slaufu á verkefni sem unnin hafa verið og uppskerum. Árshátíð yngsta stigs er ávallt mikið tilhlökkunarefni og sérstaklega notalegur og skemmtilegur dagur hjá nemendum, fjölskyldum þeirra og starfsfólki skólans. Fjöldans vegna þarf að skipta bekkjum niður á tvær árshátíðir og var sú fyrri kl. 13 þar sem fram komu 1. bekkur, 2.Á, og 3. V.

>> MEIRA
Stíll 2017 - hönnunarkeppni félagsmiđstöđva

Stíll 2017 - hönnunarkeppni félagsmiđstöđva

Laugardaginn 4. mars fór fram í Laugardalshöllinni hönnunarkeppni „Stíll" sem er árleg Samfés hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Yfir 40 félagsmiðstöðvar tóku þátt og var umgjörðin í kringum keppnina hin glæsilegasta. Þema keppninnar í ár var "Gyðjur og goð".

Stúlkurnar sem kepptu fyrir hönd Grunnskóla Grindavíkur stóð sig mjög vel þótt þær ynnu ekki til verðlauna núna. Frá Grindavík kom sem sagt „Gyðja snjós og ís" og var útfærslan hjá stúlkunum glæsileg eins og sést á meðfylgjandi myndum.

>> MEIRA
Grímugerđ í myndmennt

Grímugerđ í myndmennt

Það er alltaf gaman að gera grímur í myndmennt hjá Halldóru og ekki leiðinlegt heldur þegar þau fá að sýna afraksturinn á sal. Þetta eru börn úr 5. bekk og þau eru listræn fyrir allan pakkann eins og sést á meðfylgjandi myndum.   

>> MEIRA
Skíđaferđ Ţrumunnar frestađ vegna veđurs

Skíđaferđ Ţrumunnar frestađ vegna veđurs

Fyrirhugaðri skíðaferð Þrumunnar fyrir 7.-10. bekk hefur verið frest vegna veðurs. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

>> MEIRA