Grunnskóli Grindavíkur

Umsjónarkennarinn

Fyrir hverja bekkjardeild eða námshóp skal skólastjóri velja umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska. Hann leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.
(Lög um grunnskóla 24. grein, Stjórnartíðindi A , nr. 66/1995)

,,Umsjónarkennarar eiga öðrum fremur að fylgjast með námi og þroska allara nemenda sem þeir hafa umsjón með. Í þessu felst m.a. að.... hlutast til um andleg og líkamlega velferð þeirra og hafa samvinnu við foreldra/forráðamenn eftir þörfum.....

Umsjónarkennarar láti sig varða samskipti meðal nemenda. Þeir leitast við að skapa góðan bekkjaranda, réttlátar vinnu- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi. Þeir aðstoða nemendur og ráðleggja þeim um vinnulag, námsval og persónuleg mál"
(Aðalnámskrá grunnskóla 1989)

...Samstarf og samábyrgð þarf að ríkja í skólasamfélaginu og kennarar og aðrir starfsmenn skóla jafnt og foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni sem fyrirmyndir.

Umsjónarkennarar gegna í þessu sambandi veigamiklu hlutverki. Fyrir hverja bekkjardeild eða námshóp skal skólastjóri velja umsjónarkennara. Hann er öðrum fremur tengiliður skólans við heimilin og einnig fylgist hann náið með námi nemenda sinna og þroska. Hann leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar þá og ráðleggur þeim um persónuleg mál. Umsjónarkennarar og námsráðgjafar gegna það þessu leyti mjög mikilvægur hlutverki.
(Aðalnámsskrá grunnskóla. Almennur hluti 1999, bls. 47)

Hlutverk umsjónarkennara er m.a. að
• kynna skólareglur og viðurlög við þeim. Ræða þær svo oft sem þurfa þykir
• setja bekkjarreglur í samvinnu við nemendur og viðurlög við þeim.
• efla samheldni bekkjarins / umsjónarhópsins og styrkja góðan bekkjaranda.
• efla félagsstarf, kynni og góð samskipti nemenda.

Hann fylgist með:
• mætingum
• námsframvindu nemenda, leiðbeinir um vinnulag
• námi nemenda hjá öðrum kennurum og samskiptum við þá
• félagslegri stöðu
• líðan, ( andlegri og líkamlegri )
• hegðun

Hann kynni sér:
• helstu áhugasvið nemenda, veikar og sterkar hliðar
• " sögu" ( ef einhver er )
• fjölskylduaðstæður
• vinahópa nemenda

Hann sér um:
• tengsl við foreldra/heimili
• að útvega nemendum þann viðbótar stuðning sem þeir þarfnast
• að koma málum þeirra í sem bestan farveg
• að leita til sérfræðinga eftir því sem þörf er á
• að veita upplýsingar um nemendur til þeirra er málið varðar

Hann leggur áherslu á að styrkja góð samskipti við nemendur, vinna traust þeirra m.a. til þess að geta liðsinnt þeim í persónulegum vanda.