Grunnskóli Grindavíkur

Skólamatur

Í ágúst 2010 var skrifað undir samning Skólamats ehf. og Grindavíkurbæjar um að Skólamatur reki mötuneyti fyrir Grunnskóla Grindavíkur næstu þrjú árin. Grindavíkurbær var fyrst bæjarfélaga til þess að semja við Skólamat á sínum tíma en samstarfið hefur varað undanfarin 10 ár og verður því áfram næstu þrjú árin.

Hægt er að sjá matseðil Skólamats næstu vikurnar á heimasíðu fyrirtækisins.nú Skólamat ehf, um að sjá nemendum skólans fyrir máltíðum og stykkjasölu á drykkjum og matföngum í gegnum söluop.

Framkvæmdin er með eftirfarandi hætti:

1. Sala á drykkjum að morgni til nemenda í 4. - 7. bekk. Seldir eru 10 miðar í senn í söluopi. Nemendur í 4.-7. bekk geta einnig keypt morgunnesti í sölulúgu í frímínútum áður en nestistími þeirra hefst kl. 9.35. Umsjónarmaður bekkjarins safnar drykkjarmiðum saman fyrir frímínútur og fer með þá til starfsfólksins, sem hefur drykkina tilbúna strax eftir frímínútur. Umsjónarmaðurinn sækir þá þangað.

2. Sala á drykkjum og stykkjavörum til nemenda í 8. - 10. bekk að morgni í gegnum söluop. Greitt er fyrir þær vörur með peningum á staðnum. Möguleiki á að kauða drykkjarmiða eins og yngri nemendur gera.

3. Sala á mat í áskrift/ stykkjavöru til nemenda í 1. - 10. bekk í hádegi. Nemendur í 1. 2. og 3. bekk borða í matsal Hópsskóla kl. 11.30 - 11.50, nemendur í 4. - 7. bekk borða í matsal á tímabilinu 11.50 - 12.30 og 8. - 10. bekkur borðar á ,, gráa svæðinu" einhvern tíma á tímabilinu kl. 10.50 til 12. 45. Mataráskrift er greidd fyrirfram fyrir mánuð í senn. Fyrir hver mánaðamót verða þeir, sem ætla að vera í áskrift að láta starfsfólk eldhúss vita hvort þeir verða áfram. Starfsfólk eldhúss heldur utan um áskrifendur og öll fjármál. Skólaárið 2011-2012 kostar máltíðin 241 krónu til nemenda.

Á myndinni undirrita Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Axel Jónsson stjórnarformaður Skólamats samstarfssamning til næstu þriggja ára.