Grunnskóli Grindavíkur

Allir ađ mćta í gulu á morgun! Áfram Grindavík!

Á morgun verður gulur dagur í Grindavík og við hvetjum alla til að klæðast gulu, tilefnið er tvöfalt. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu leikur á morgun fyrsta leik sinn í Pepsideild kvenna, leikurinn verður á Fylkisvellinum og meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti KR í fjórða leik úrslitakeppninnar um fyrsta sætið.

ÁFRAM GRINDAVÍK!

>> MEIRA
Allir ađ mćta í gulu á morgun!  Áfram Grindavík!
Gleđi, vinnusemi og fjölbreytni ráđa ríkjum í teymiskennslunni 1. bekk

Gleđi, vinnusemi og fjölbreytni ráđa ríkjum í teymiskennslunni 1. bekk

Í vetur hefur verið unnið að þróun teymiskennslu í 1. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Ráðgjafi er Þórhildur Helga Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi sem hefur mikla reynslu af teymiskennslu. Helstu markmið verkefnisins eru:

>> MEIRA
Sjónvarp Víkurfrétta: Efnilegir leikarar í Grindavík

Sjónvarp Víkurfrétta: Efnilegir leikarar í Grindavík

Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti Grunnskóla Grindavíkur í aðdraganda árshátíðarinnar og tók púlsinn á ungum og upprennandi leikurum og leikstjórum. Nemendur í 7.- 8. bekkjum sýndu leikritið Partýland í stjórn Aldísar Davíðsdóttur leikkonu og nemendur í 9. - 10. bekk sýndu leikritið Vinsæld eftir Pálmar Guðmundsson í leikstjórn höfundar.

>> MEIRA
Litlir skólar búa svo sannarlega yfir miklum möguleikum

Litlir skólar búa svo sannarlega yfir miklum möguleikum

Frá haustönn 2015 hefur hópur nemenda við Grunnskóla Grindavíkur tekið þátt í skemmtilegu Nordplus verkefni sem ber heitið „Lítill skóli - margir möguleikar" (Small schools - Big Opportunities). Nemendur hafa farið í heimsókn til Gislev í Danmörk, Hvalvík í Færeyjum og Skujene í Lettlandi. Í þeim heimsóknum hafa nemendur unnið verkefni og kynnst landi og þjóð og menningu landanna. Framundan er síðasta samvera þessara nemenda hér í Grindavík 14.-22. maí. Þá er von á 53 nemendum frá áðurnefndum löndum sem munu fá að njóta hinnar víðfrægu gestrisni okkar Grindvíkinga.

>> MEIRA
Fjórir umsćkjendur um stöđu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur

Fjórir umsćkjendur um stöđu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur

Staða skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur var auglýst laus til umsóknar á dögunum en eins og kunnugt er lætur Halldóra Magnúsdóttir af störfum í sumar sökum aldurs. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna og verða allir umsækjendur boðaðir í viðtal innan tíðar.

>> MEIRA