Grunnskóli Grindavíkur

Stíll 2017 - hönnunarkeppni félagsmiđstöđva

Laugardaginn 4. mars fór fram í Laugardalshöllinni hönnunarkeppni „Stíll" sem er árleg Samfés hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Yfir 40 félagsmiðstöðvar tóku þátt og var umgjörðin í kringum keppnina hin glæsilegasta. Þema keppninnar í ár var "Gyðjur og goð".

Stúlkurnar sem kepptu fyrir hönd Grunnskóla Grindavíkur stóð sig mjög vel þótt þær ynnu ekki til verðlauna núna. Frá Grindavík kom sem sagt „Gyðja snjós og ís" og var útfærslan hjá stúlkunum glæsileg eins og sést á meðfylgjandi myndum.

>> MEIRA
Stíll 2017 - hönnunarkeppni félagsmiđstöđva
Grímugerđ í myndmennt

Grímugerđ í myndmennt

Það er alltaf gaman að gera grímur í myndmennt hjá Halldóru og ekki leiðinlegt heldur þegar þau fá að sýna afraksturinn á sal. Þetta eru börn úr 5. bekk og þau eru listræn fyrir allan pakkann eins og sést á meðfylgjandi myndum.   

>> MEIRA
Skíđaferđ Ţrumunnar frestađ vegna veđurs

Skíđaferđ Ţrumunnar frestađ vegna veđurs

Fyrirhugaðri skíðaferð Þrumunnar fyrir 7.-10. bekk hefur verið frest vegna veðurs. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

>> MEIRA
Fengu bikar fyrir lestur

Fengu bikar fyrir lestur

Samhliða Allir lesa - landsleiknum í lestri sem haldin var á þorranum var haldin keppni milli bekkja í Grunnskóla Grindavíkur. Stjórnendur Grunnskólans ákváðu að gefa þeim bekkjum bikar sem læsu mest á hverju stigi fyrir sig. Síðastliðinn föstudag var miðstigsbikarinn afhentur en það var 5.A sem las mest eða 24.570 mínútur, það gera 1.116 mínútur á barn eða 18,6 klukkustundir. Geri aðrir betur! Kristjana Jónsdóttir deildarstjóri miðstigs afhenti bekknum bikarinn við mikinn fögnuð, fyrir fullum sal á úrslitum spurningarkeppninnar.

>> MEIRA
Spurningarkeppni miđstigs lauk međ sigri 5.S

Spurningarkeppni miđstigs lauk međ sigri 5.S

Fimmti bekkur S sigraði sjötta U í úrslitaviðureign Spurningarkeppni miðstigs sl. föstudag. Keppnin var reglulega spennandi og endaði með því að 6.U varð að láta í minni pokann. Þau sem skipuðu lið 5.S voru Guðmunda, Jón Eyjólfur, Elísabet, Lára og Tómas Breki. Í lið 6.U voru þau Kamil, Flóvent, Hrafnkell, Róbert og Enika. Mikil stemming var í salnum eins og smá má af meðfylgjandi myndum en allt miðstigið fékk að fylgjast með úrslitakeppninni.

>> MEIRA