Grunnskóli Grindavíkur

Foreldrakönnun 2012

Árleg könnun meðal foreldra nemenda í 2., 4., 7. og 10. bekk var lögð fyrir á samskiptadögum 14.-16. febrúar 2012. Þátttaka var 60% og niðurstaðan leiðir í ljós að meirihluti foreldra, eða um 84%, eru mjög ánægðir eða ánægðir með skólann í heild sinni.

Rétt rúmlega 85% eru ánægðir með kennsluna í skólanum og 90% foreldra eru með jákvætt viðhorf til umsjónarkennara sinna barna. Foreldrar eru sammála um að börn þeirra fái að njóta sín í skólanum og að börnum þeirra sé vel sinnt. Um 78% foreldra segja að barni sínu líði alltaf eða oftast vel í skólanum og allir sem nýta sér stoðþjónustu skólans eru mjög sáttir eða fremur sáttir við þjónustuna.

Tæplega fjórðungur telur að í skólanum sé talsvert agaleysi en í síðustu foreldrakönnun voru 60% foreldra á því að agaleysi væri talsvert. Þegar kemur að umræðu um einelti segjast 87% foreldra hafa rætt við barn sitt um einelti, 20% segja að barn sitt hafi orðið fyrir einelti og 5% finnst ekki tekið nógu vel á einelti.
Foreldrakönnunin í heild sinni og samantekt á niðurstöðum má sjá hér:

Niðurstöður foreldrakönnunar I

Niðurstöður foreldrakönnunar II