Áćtlunarferđir

Frá 4. janúar 2015 hefur Strætó BS keyrt til Grindavíkur. Með Strætó má bæði komast til Keflavíkur og Reykjavíkur en í flestum tilfellum þarf að skipta um strætó á Stapanum. Leið 88 ekur frá Grindavík en leið 55 ekur um Reykjanesbrautina. Sjá nánar á heimasíðu Strætó, bus.is Farmiða í strætó er hægt að kaupa í söluturninum Skeifunni, Víkubraut 62.

Skólaakstur - Fjölbrautarskóli Suðurnesja

Strætó BS sér einnig um skólaakstur fyrir Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Rútar fer frá Grindavík 7:25. Sjá nánar í vetraráætlun Strætó 2016.

Bláa Lónið

Mjög tíðar ferðir eru í Bláa Lónið bæði frá Reykjavík og Keflavík og er hægt að komast þaðan beint til Reykjavíkur og Keflavíkur á klukkutímafresti nánast allt árið um kring. Sjá nánar á heimasíðu Reykjavík Excursions. Til stendur að tengja leið 88 hjá Strætó við Bláa Lónið og vonandi kemst sú breyting í gegn innan skamms.

Samferða.is

Heimasíða fyrir þá sem eru á ferð í einkabílum og vilja leigja með sér sæti í bílnum, eða fyrir þá sem óska eftir því að komast í bíla hjá öðrum og leigja sæti. Á www.samferda.is er hægt að skrá sig.

 

Allar ábendingar um nýja tíma og annað sem betur mætti fara varðandi almenningssamgöngur Grindvíkinga eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið tölvupóst á siggeir@grindavik.is

 

 

Síðast uppfært 19.08.2016

 

 

 

 

 

Bæjarfulltrúar

Meirihlutasamstarf í bæjarstjórn er með Sjálfstæðisflokki og Lista Grindvíkinga.

Myndbönd Ljósmyndir
Grindavík.is fótur