Áćtlunarferđir

Þann 4. janúar 2015 hóf Strætó BS að keyra til milli Grindavíkur og Reykjavíkur og verða því töluverðar breytingar á almenningssamgöngum í Grindavík. Unnið er að uppfærslu þessarar síðu og einhverjar upplýsingar gætu verið úreldar. Við biðjumst velvirðingar á því og bendum fólki á að skoða heimasíðu Strætó, bus.is - ritað 6.1.2015

Grindvíkingar sem sækja skóla og vinnu á höfuðborgarsvæðinu geta ferðast með rútu til og frá Grindavík á hagkvæman og þægilegan hátt. Boðið er upp á rútuferð frá Aðal-braut í Grindavík kl. 06:45 á morgnana þar sem farþegum er ekið að Reykjanesbrautinni þar sem farið er í aðra rútu á vegum Reykjanes Express sem fer til höfuðborgarsvæðisins.

Að loknum vinnudegi er boðið upp á ferð úr Reykjavík kl. 17:00 og alla leið til Grindavíkur (skipt um rútu við Grindavíkurveg). Rútan sem fer Grindavíkurveginn er endurgjaldslaus en hægt er að kaupa afsláttarkort á hagstæðu verði fyrir Reykjanes Express rútuna á skrifstofu Grindavíkurbæjar. 
Námsfólk fær enn meiri afslátt. Stakir miðar eru seldir í Reykjanes Express rútunni.

Auk ofangreindra ferða eru ferðir í boði milli Grindavíkur og Reykjavíkur á vegum Kynnisferða. Nánari upplýsingar eru www.rexbus.is 

Allar ábendingar um nýja tíma og annað sem betur mætti fara varðandi almenningssamgöngur Grindvíkinga eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið tölvupóst á thorsteinng@grindavik.is

 

 

 


 

SBK/Kynnisferðir:

Rúta SBK/Kynnisferða fer frá Umferðarmiðstöðinni kl. 18 og fer hún beint til Grindavíkur með viðkomu í Bláa lóninu. Einnig eru ferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 og 14 með viðkomu í Bláa lóninu.

Reykjanes Express:
Vetrar- og sumaráætlun, ekið er alla daga vikunnar
BSÍ, Reykjavík        10:00  14:00  18:00
Bláa lónið               10:45  14:45  18:45
Aðalbraut Grindavík  11:00  15:00  19:00
Akstursleið: Stoppað er við HR, Aktur-taktu í Garðabæ, Fjörukrána í Hafnarfirði, Vogaafleggjara, Bláa lónið og Aðalbraut í Grindavík.

BSÍ, Reykjavík        11:00  15:00  20:30
Bláa lónið               10:15  15:15  21:00
Aðalbraut Grindavík  12:00  16:00  21:45

Sjá nánar hér . Jafnframt má sjá upplýsingar um ferðir í Bláa lónið hér .

SBK – Fjölbrautarskólarútan:
Nemendur í FS fara með rútu frá Braut kl. 7.30 til Reykjanesbæjar og til baka til Grindavíkur kl. 16.

Samferða.is
Heimasíða fyrir þá sem eru á ferð í einkabílum og vilja leigja með sér sæti í bílnum, eða fyrir þá sem óska eftir því að komast í bíla hjá öðrum og leigja sæti. Á www.samferda.is er hægt að skrá sig.

Grindavík.is fótur