Saga Bókasafnsins

  • Frístunda og menningarmál
  • 18. mars 2009

Saga Bókasafns Grindavíkur
Hér er stuðst við VII. kafla í Sögu Grindavíkur, "Lestrarfélagið Mímir - Bókasafn Grindavíkur" s. 211- 216, (mikið stytt,( með leyfi höf.)), eftir Guðfinnu Hreiðarsdóttur og Jón Þ. Þór.


Lestrarfélagið Mímir í Grindavíkurhreppi var upphaflega stofnað árið 1904 og meðal stofnenda voru Einar G. Einarsson í Garðhúsum, Jón Hafliðason á Hrauni og Erlendur Oddson kennari.
Fyrstu árin starfaði félagið töluvert, fyrst að því að talið er í nýbyggðu félagsheimili, Templaranum og síðan í skólanum sem tekinn var í notkun 1912, að Víkurbraut 16. Er upphafsmennirnir drógu sig í hlé var erfitt að finna áhugasama menn til að halda starfinu áfram og dró því nokkuð úr starfseminni.

Í lok fyrri heimstyrjaldar mun Lestrarfélagið hafa verið til húsa í turni gömlu kirkjunnar og er haft eftir Einari Kr. Einarssyni, fyrrum skólastjóra, að gott hafi verið að fara upp í turninn eftir messu og ná sér í bók að lesa.
Kassabók félagsins frá þessum tíma hefur varðveist og sýnir að milli 30 og 50 manns greiddu þá árgjöld. En auk þess hafði félagið tekjur af ýmsum skemmtunum og hlutaveltum sem það stóð fyrir.

Áhugi um áframhaldandi starfsemi félagsins kviknaði aftur 1932 þegar pláss fékkst í hinu nýja Kvenfélagshúsi, en starfsemin hélt áfram að vera dauf. Þó gaf Lestrarfélagið út blaðið Mími frá því í janúar 1937 og fram í apríl 1939, þar sem fjallað var um það sem gerðist í hreppnum.

Um næsta tíu ára skeið er lítið vitað um starfsemi safnsins, þar sem yfirlitsskýslur vantar. En í slíkri skýrslu frá 1949 má sjá að breytingar hafa orðið á högum félagsins þar sem Grindavíkurhreppur er orðinn eigandi bókasafnsins og veitir því framlag úr hreppsjóði. Við þessi tímamót, sem virðast hafa átt sér stað árið 1944, var nafni félagsins breytt í Bókasafn Grindavíkur. Starfið hélt áfram að ganga illa og voru bækur ekki keyptar vegna peningaskorts og skulda og lagðist starfsemin niður næstu árin.

Fyrir tilstuðlan Guðbrands Eiríkssonar og sr. Jóns Árna Sigurðssonar, var safnið opnað á ný árið 1957 og þá í barnaskólanum til bráðabirgða. Þar var það til ársins 1966, en flutti svo í kjallara að Vesturbraut 4, en var ekki opnað þar fyrr en árið 1969, þá endurskipulagt og skráð.
Sr. Jón Árni var bókavörður í um 10 ára skeið, en þá tók Eiríkur Alexandersson við.

Eftir að félagsheimilið Festi var byggt 1972, fékk bókasafnið aðstöðu þar.
Jón Sævar Baldvinsson, bókasafnsfræðingur, var ráðinn til safnsins árið 1979 og hann lagði grunninn að breyttum starfsaðferðum. Skömmu síðar tók Valgerður María Guðjónsdóttir við starfi bókavarðar og hefur þjónustan og bókakostur aukist jafnt og þétt síðan. Sumarið 1992 flutti safnið í húsnæði að Víkurbraut 62.
Margrét Rebekka Gísladóttir tók við safninu árið 1998 og var starfandi safnstjóri þegar safnið flutti í nýtt húsnæði í Iðunni, Ásabraut 2, haustið 2014.
Vorið 2015 var Andrea Ævarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, ráðin safnstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

  • Bókasafnsfréttir
  • 10. nóvember 2022

Rithöfundakvöld í Kvikunni

  • Bókasafnsfréttir
  • 6. desember 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Bókasafnsfréttir
  • 2. september 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. júní 2021

BMX brós viđ bókasafniđ í dag

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. júní 2021

BMX brós í Grindavík 16. júní

  • Bókasafnsfréttir
  • 14. júní 2021

Sumarlestur bókasafnsins

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. júní 2021

Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. maí 2021

Dr. Bćk á bókasafninu!

  • Bókasafnsfréttir
  • 27. apríl 2021

Lífsins litir

  • Bókasafnsfréttir
  • 14. apríl 2021